Mig langar alveg þvílikt í svona svört ferköntuð gleraugu..

Föstudagskvöld: Sit heima og les í ökubókinni og sms-ast eins og prentari.
Skap: UnglingastælarShocking

Jáhá! ætlaði sko að vera ekkert smá dugleg að byrja aftur með síðu en nei nei eftir ð skólinn byrjaði að þá er bara nóg um að núast þessa dagana! 

Byrjum á ökuskólanum en drottinn minn dýri hvað ökuskólinn er leiðinlegur og langdreginn! Ég var í ökuskóla tvö um daginn og fór í forvarnahúsið sem var mjög áhugavert. Við fengum að horfa á allskonar ógeðsleg bílslysamyndbönd sem gerir mig bara enþá hræddari í umferðinni. Það var sagt frá mjög ungu pari sem voru að keyra úti á landi á löglegum hraða og strákurinn fer rétt smá yfir á hinn vegarhelminginn og í þann mund kemur vörubíll og keyrir yfir bílstjórasætið og farþegasætið við hliðiná, alveg bara þvert yfir og það voru líkamsleyfar út um allt! Frábært að sýna bílhræddu fólki þetta! sem minnir mig á það, það gerist of þar sem ég er bókstaflega föst inn í bíl þar sem billinn er á 110 km hraða! Eins og í sumar að þá var ég í fullum bíl og gæinn var að leika sér að því að aka svona hratt og ég bið  á hann að stoppa en honum fannst þetta geðveikt fyndið og svarið hans var "við deyjum hvort sem er öll einhverntiman" og stelpurnar i bílnum kvöttu hann áfram til að keyra hraðar og kölluðu mig gungu....what? það á að taka svona vanræktað fólk úr umferð!!! meina hvað á maður að gera í svona stöðu? Pinch Anyway..þá finnst mér eins og bílprófið ætli aldrei að koma og ég er ekkert smá stressuð fyrir prófunum

Áramótaheitið mitt byrjar vel! er vel dugleg í ræktinni. Fer oft á morgnanna og allt í góðu en vá hvað sturturnar þarna eru heitar...þoli það ekki, maður kemur fram alltaf svo ótrúlega dasaður eftir heita sturtu. Ég er byrjuð aftur í dansinum eftir smá pásu og vá hvað maður er orðin riðgaður! Var á æfingu um daginn og er þá ekki íslenska landsliðið í handbolta ekki að spila á móti spánverjum og við uppí í stúdíói með besta útsýnið..bara basic skoLoL vona allar æfingar verða svona, með Aron Pálmars og Loga Geirs við hlið sér hehe.

Afmælisveislan mín verður á morgun í keiluhöllinni! rosalega spennt! Ég ákvað þetta alveg á seinasta snúningi, bauð öllum stelpunum og mér sýnist að þær komi allar! Þetta verður rosalega gaman. Nýja Nýtt líf á að vera komið og ég er þar í fyrsta sinn og er ótrúlega ánægð í fötunum hennar Þórunnar Ívarsdóttur, hár eftir Erik, Óskar ljósmyndari og svo var Elsa líka þarna að sitja fyrir. Good team work. Eitt skref í einu þá kemur þetta.

 

highres_8736001

 

 Jæja ég held að þetta sé barasta komið gott! góða nótt góða nótt

 



 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha við deyjum hvort sem er öll einhverntímann...þvílíkur daredevil

Sindri rósenkranz (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband