Testing testing!

Gleðilega hátið!

 

 Ég sá að systir mín var með svona blogg og fannst gaman að fylgjast með því, man líka í gamla daga þegar blog.central.is/eitthvað var í tísku og þá var maður sko ekki latur að blogga. Oftast var sko allur vinkonuhópurinn saman í síðu og það skapaði oft alveg svakalegt vesen en ég er að spá í að vera bara ein í þessu þetta skiptið og gá hvort að þetta verði ekki gjöðveikt skemmtilegt eins og áður. 

 Skólinn skólinn skólinn byrjar á morgun! ég get ekki beðið! ég er þannig manneskja sem finnst alveg óhemju gaman í skólanum...allavega síðan að maður byrjaði í menntó haha!  Þar sem að ég er í mest awsom, besta skólanum á landinu að þá hlakkar mig mikið til að byrja aftur og fara að fíflast uppá sviði hálfan daginn! 

Jólafríð var mjög gott, var dugleg  að vinna og það var að byrja nýr gæji sem ég kannaðist alveg bara ótrúelga mikið við. Vá hvað ég kannaðist við hann. Ohh hvar hafði ég séð hann. Er ég með hann á facebook? æj djöfull hvaðan þekki ég hann? JÚ HEYRÐU!!! þetta er gæinn sem er í VIVA VERSLO VIVA VERSLO myndbandinu og ég gat því miður ekki hamið mig og lét nokkra brandara dynja á hann! ..mér fannst það allaveg alveg ótrúelga fyndið

 Bráðum á ég afmæli, þann 22.janúar og ég hef ekki hugmynd hvað ég ætti að gera í tilefni þess þannig að spurning dagsins er að hvað ætti ég að gera?Whistling

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa ofur Maríu bleikt birthday!

Sigríður (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 02:18

2 identicon

Er ánægð með þig að byrja á bloggi , getur verið gaman! maður er lika kominn með semi ógeð af face ;P en vá eg man eftir þvi þegar þið vinkonurnar voruð með síðu saman, það gat hneykslað marga hahahah

Apríl frábæra (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband